Spá að hraun flæði úr lægð við Kistufell

Rannsóknarstofan birti á Facebook í morgun kort sem sýnir hermun …
Rannsóknarstofan birti á Facebook í morgun kort sem sýnir hermun hraunbreiðunnar sem klumpahraun til miðnættis í kvöld. Kort/Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við HÍ

Hermun rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands spáir því að hraun byrji að flæða úr lægð austan við Kistufell fyrri hluta dagsins í dag.

Rannsóknarstofan birti á Facebook í morgun kort sem sýnir hermun hraunbreiðunnar sem klumpahraun til miðnættis í kvöld.

„Þann 12. júlí flæddi hraunið inn í og safnast fyrir í lægðinni sem er austan við Kistufell og í lok dags var það svo gott sem búið að fylla lægðina af hrauni,“ segir í færslunni.

Spáð er að hraun byrji að flæða út úr lægðinni fyrri hluta dagsins í dag og er því spurning hvort það raungerist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert