Flutti 28 tonn af vatni að gosstöðvunum

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í gær 28 tonn af vatni eða …
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í gær 28 tonn af vatni eða sjó að gosstöðvunum til að slökkva gróðureldana sem þar geisa. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti í gær 28 tonn af vatni að gosstöðvunum við Litla-Hrút til að slökkva gróðurelda sem brunnið hafa á svæðinu undanfarna daga. Til verksins notar Gæslan skjólu. 

Skjólan tekur 2 tonn af vatni og fór þyrlan fjórtán ferðir í gær. Svæðinu var lokað í gærmorgun og til stendur að meta stöðuna klukkan 9 í fyrramálið. 

Gunnar Örn Arnarson, stýri­maður Land­helg­is­gæsl­unn­ar, segir í samtali við mbl.is að vel hafi gengið að nota skjóluna til að slökkva eldana sem brenna norðan við gosstöðvarnar. 

Almannavarnir og slökkvilið berjast áfram við eldana í dag en Gunnar segir að ekki hafi verið óskað eftir aðstoð Gæslunnar í dag. Hans menn séu þó klárir ef kallið kemur. 

Þyrlan hefur ekki sinnt útköllum vegna slysa á svæðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert