Hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll óraunhæfar

Fram kemur í bókun borgarfulltrúa Sjálstæðisflokksins að Reykjavíkurflugvöllur gegni mikilvægu …
Fram kemur í bókun borgarfulltrúa Sjálstæðisflokksins að Reykjavíkurflugvöllur gegni mikilvægu hlutverki og því mikilvægt að ekki verði þrengt að flugvellinnum með nýrri byggð. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja hugmyndir um lagningu nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni óraunhæfar í ljósi þeirrar eldgosahættu og jarðhræringa sem eru viðvarandi á svæðinu. Þetta kemur fram í bókun sem lögð var fram á fundi borgarráðs í gær.

Segir í bókuninni að jarðfræðingar hafi bent á að gosvirknin virðist vera færast í norðaustur frá Fagradalsfjalli og því nær höfuðborgarsvæðinu. Þá er greint frá því að sú þróun sýni að hugmyndir um lagningu nýs alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni séu óraunhæfar vegna jarðhræringa og eldgosahættu líkt og jarðvísindamenn og atvinnuflugmenn hafa bent á árum saman.  

Reykjarvíkurflugvöllur gegni mikilvægu hlutverki

Segir einnig í bókuninni að Reykjavíkurflugvöllur muni áfram gegna mikilvægu hlutverki í innanlandsflugi, sjúkraflugi og björgunarflugi og því brýnt að ekki verði þrengt frekar að vellinum, eins og standi til að gera með nýrri byggð í Skerjafirði. „Sjúkraflugið hefur aukist mikið á síðustu árum og er nú almennt viðurkennt sem mikilvægur hlekkur í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Þá gegnir Reykjavíkurflugvöllur mikilvægu hlutverki í millilandaflugi sem varaflugvöllur Keflavíkurflugvallar,“ segir í bókuninni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert