Rennur í átt að hrauninu í Merardölum

Hraunið rennur í átt að gamla hrauninu í Merardölum.
Hraunið rennur í átt að gamla hrauninu í Merardölum. Ljósmynd/Ása Steinars

„Hraunið kemur enn þá bara úr sama gígnum og rennur enn þá til suðurs eða suðausturs, svona allt eftir því hvernig landslagið er þarna og var víst að nálgast gamla hraunið í Meradölum en ég er ekki búin að fá það staðfest,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 

Að sögn Bjarka heldur áfram að malla en engar meiriháttar breytingar eru á stöðu eldgossins.  Segir hann að engin leið sé að vita hversu lengi komi til með að gjósa en hægt sé að sjá magn kvikunnar og greinir hann frá því að við seinustu mælingar hafi mælst um tólf rúmkílómetrar.

Tekur hann fram að nokkuð vindasamt sé búið að vera við gosstöðvarnar, bæði í dag og í gær enda hafa gróðureldar grasserað við gosstöðvarnar. Þar að auki sé Veðurstofan ávallt að fylgjast með skjálftavirkninni en að sögn Bjarka er hún búin að minnka til muna síðan gosið hófst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert