Taka sýni úr rennandi hraunkviku með hjálp Elkem

Meistaraneminn Diana Alvarez tók sýnið.
Meistaraneminn Diana Alvarez tók sýnið. Ljósmynd/Rannsóknarstofa í eldfjallafræðum og náttúruvá

Fulltrúar rannsóknarstofu í eldfjallafræðum og náttúruvá við Háskóla Íslands hafa í nægu að snúast þessa dagana eins og gefur að skilja. Eitt þeirra verkefna sem ganga þarf í er að taka sýni úr rennandi hraunkviku.

Rannsóknarstofan birti skemmtilegar myndir af þessu ferli nú í morgun en þar má sjá meistaranemann Diönu Alvarez taka sýnið í sérstökum varnarbúning, sem helst líkist einhverskonar diskógalla úr fataskáp David Bowie. Varnarbúningurinn var styrkur frá Elkem á Íslandi.

„Sýnin eru síðan notuð til að finna út efnasamsetningu, seigju, hitastig og kristöllunarstig. Slík gögn eru síðan notuð til að herma hraunrennsli svo betur megi bregðast við í framtíðar eldgosum. En að nálgast rennandi hraun getur verið vandasamt, einkum vegna þess hve mikill geislahiti stafar af því,“ segir í færslu rannsóknarstofunnar.

Færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert