Þorbjörn fær 10 milljón króna styrk

Gosið mallar áfram.
Gosið mallar áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samþykkt var á fundi ríkisstjórnar í morgun að veita björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík styrk. 

Forsætis- og dómsmálaráðherra lögðu fram tillögu á fundinum í morgun um að styrkja björgunarsveitina Þorbjörn um 10 milljónir króna. 

Fjárveitingunni er ætla að efla áframhaldandi starf björgunarsveitarinnar og í viðurkenningar- og virðingarskyni við starfsemina, sem hefur verið í lykilhlutverki undanfarin ár vegna viðvarandi eldsumbrota á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert