Undirbúa aðgerðir vestan við Keili

Verði ráðist í aðgerðirnar, þarf að ferja vatn þangað með …
Verði ráðist í aðgerðirnar, þarf að ferja vatn þangað með þyrlum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir slökkviliðinu hafa tekist markmið sitt í gærkvöldi er laut að því að stemma stigu við gróðureldum í nánd við eldgosið. 

„Það eru ennþá nokkrir menn frá mér að kljást við þetta en við erum núna að fara að einbeita okkur að norðurlínunni. Við ætlum að fljúga yfir svæðið með Landhelgisgæslunni til þess að taka stöðuna. Það er svo torfært á þessu svæði að við þurfum að undirbúa aðgerðir vel.“

Einar bendir á að nú þegar hafi hraunið náð um 2,5 ferkílómetra útbreiðslu og því sé orðið tímabært að hefja aðgerðir við norðurlínuna, sem liggur vestan við Keili, til þess að hemja hraunflæðið og „rjúfa þessa brunabraut.“

„Ef við metum það svo að við getum byrjað á þessum aðgerðum þá þyrftum við að fá Landhelgisgæsluna til að fljúga vatninu til okkar í tönkum. Aðrar leiðir til þess að fá aðföng þarna eru útilokaðar.“ 

Slökkviliðið náði markmiði sínu í gær.
Slökkviliðið náði markmiði sínu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert