Myndband: Slökkva gróðurelda við gosstöðvarnar

Enn er unnið að því að slökkva gróðurelda við gosstöðvarnar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi hella vatni á eldinn vestan við Keili. 

Vatninu er sleppt úr skjólunni yfir eldinn.
Vatninu er sleppt úr skjólunni yfir eldinn. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrlan flýgur yfir eldana með svokallaða skjólu í taumi, en hún tekur allt að 2 tonnum af vatni í hverri ferð. Vatninu er svo sleppt úr skjólunni eins og má sjá í myndbandinu. 

Vatnið er ferjað norðan við gosið þar sem slökkviliðsmenn eru enn við störf í dag. Þangað er vatnið flutt í stórum „bömbum“ eins og ílátin kallast en þau geta haldið allt að 1000 lítrum. 

Vatnið er flutt að gosstöðvunum í stórum bömbum.
Vatnið er flutt að gosstöðvunum í stórum bömbum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Í dag mun slökkviliðið einbeita sér að því að slökkva í gróðureldum norðan við eldstöðvarnar en á fjórða tug manna koma að aðgerðunum sem hófust í morgunsárið. 

Gosið í allri sinni dýrð.
Gosið í allri sinni dýrð. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert