Katrín biðlar til fólks að virða leiðbeiningar

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og björgunarsveitarfólk. Mynd úr safni.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og björgunarsveitarfólk. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra biðlar til almennings að virða leiðbeiningar viðbragðsaðila á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga og að fólk sýni íslensku náttúrunni virðingu. 

Í hádeginu var greint frá því að svæðið væri nú opið en það hefur verið meira og minna lokað frá því að eldgosið hófst 10. júlí. 

Náttúran er óútreiknanleg og sambúð manns og náttúru byggist á því að við sýnum náttúrunni virðingu. Í gegnum tíðina höfum við ekki vanist boðum og bönnum varðandi aðgengi að náttúrunni hér á landi en nú er staðan önnur enda búum við nú við jarðhræringar nærri mesta þéttbýlissvæði landsins,“ segir Katrín í Facebook-færslu. 

Förum eftir því sem fagfólkið segir okkur og umfram allt, förum varlega um leið og við njótum þess að búa í mögnuðu landi!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert