Ný mynd af hraunflæði

Loftmynd sýnir hvernig hraun muni renna úr Merardölum.
Loftmynd sýnir hvernig hraun muni renna úr Merardölum. Kort/Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóli Íslands

Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands hefur birt nýja loftmynd á Facebook síðu sinni sem sýnir hraunrennsli við Litla-Hrút.

Samkvæmt myndinni (sjá hvíta ör) mun hraun leita út úr Meradölum. 

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hafði spáð þessu í samtali við mbl.is í dag. Hann ætlar að hraunrennslið úr Meradölum nái fram eftir um fimm daga, eða 22. júlí. 

Þorvaldur taldi fulla ástæðu að hugsa um örlög Suðurstrandavegar um leið og hraun byrjar að flæða úr Meradölum.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert