Vona að slökkvistarfi ljúki í dag

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sinnt slökkvistarfi við gosstöðvarnar síðustu daga.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sinnt slökkvistarfi við gosstöðvarnar síðustu daga. mbl.is/Árni Sæberg

Slökkvistarf við gossvæðið hefur gengið mjög vel í dag að sögn Hreggviðs Símonarsonar, stýrimanns Landhelgisgæslunnar. 

Fyrir um klukkustund síðan var greint frá því að opnað hefur verið fyrir aðgengi að gossvæðinu en viðbragðsaðilar hafa staðið í ströngu síðustu daga að slökkva gróðurelda. 

Vonast er til þess að slökkvistarfi ljúki í dag. „Þetta klárast náttúrulega aldrei að slökkva við gosið, en klárast það sem áætlað er að gera,“ segir Hreggviður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert