Á eigin ábyrgð ef fólk vill skoða gosið

Mæðgurnar telja það á ábyrgð ferðamanna að kynna sér öryggisatriði …
Mæðgurnar telja það á ábyrgð ferðamanna að kynna sér öryggisatriði við gosstöðvarnar. mbl.is/Hákon

Dönsku mæðgurnar Lene, Sarah og Kathrine Hjortshøj segja það á ábyrgð ferðamanna sjálfra að kynna sér öryggisatriði við eldgosið. Þríeykið var í mæðgnaferð á landinu, þegar gos hófst.

Mæðgurnar eru sannkallaðir útivistargarpar og kom því ekki annað til greina en að ganga að gosstöðvunum og berja dýrðina augum. Þær segja þetta í fyrsta sinn sem þær sjá virkt eldgos, en þær hafi áður gengið á Kilimanjaro-fjall og því séð gamalt hraun.

Þær segja þó pínu erfitt að ná gosinu á mynd úr fjarlægð. „Við hefðum átt að koma með stóru linsuna,“ segir Sarah og skellir upp úr.

Hótelstarfsmenn hvetja ferðamenn 

Þær segja hótelstarfsmenn hafa hvatt þær til að drífa sig að gosstöðvunum þegar opnað var fyrir gönguleiðir. Aðspurðar segja þær að starfsmenn hafi haft litlar upplýsingar um hvernig mætti komast að gosinu og gæta öryggisatriða, en kynntu sér í staðinn upplýsingar á netinu.

„Ég held samt að það sé á eigin ábyrgð ef maður vill koma og skoða og þessar upplýsingar eru á netinu, segir Lene. 

„Það byrjaði að gjósa fyrir viku og maður verður líka svolítið sjálfur að meta hvort maður sé í nógu góðu formi t.d. Maður verður líka að taka ábyrgð á sjálfum sér.“

Mæðgurnar kváðust sjá eftir að hafa ekki tekið stærri myndavéla …
Mæðgurnar kváðust sjá eftir að hafa ekki tekið stærri myndavéla linsu með til að festa gosið á filmu. mbl.is/Hákon

Sjálfar hluti af fátinu

Aðspurðar segja þær að það hafi komið á óvart hve margir aðrir ferðamenn hafi lagt í ferðina að gosstöðvunum, enda vildu þær helst að þær gætu séð gosið aleinar.

„En við erum náttúrlega líka partur af öllu þessu fáti,“ segir Lene og hlær. „Um leið og opnað var fyrir gönguleiðir sagði móttökufólkið á hótelinu okkar að við þyrftum að drífa okkur hingað uppeftir, þannig að auðvitað er þetta bara ferðamannastaður.“  

Þær segja sjónina frábæran endi á góðu fríi, en eldgosið var næstsíðasta stoppið á ferð þeirra um landið. Síðasta stoppið verður köfunarferð í Silfru til að skoða flekaskilin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert