Þyrluferðamennskan hefur tekið stökk eftir eldgosið við Litla-Hrút

Myndin ber vitni um þá miklu umferð sem er á …
Myndin ber vitni um þá miklu umferð sem er á flugvellinum vegna gossins. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavíkurflugvöllur skartar sínu fegursta með nýjasta eldgos Íslands í bakgrunni. Hér má sjá þyrlu Landhelgisgæslunnar á lofti, þyrlur í stæðum sem ferja fólk að gosinu og einkaflugvélar.

Ber myndin vitni um þá miklu umferð sem er á flugvellinum vegna gossins. Claudia er yfirmaður hjá fyrirtækinu Ace Fbo sem sérhæfir sig í að þjónusta vélar sem þessar á Reykjavíkurflugvelli.

„Það er búin að vera dramatísk aukning í þyrluferðamennsku með tilkomu gossins,“ segir Claudia í samtali við Morgunblaðið.

Ekki tekið eftir fjölgun

Þyrlufyrirtækin sjá um umstangið í kringum sínar eigin þyrlur en nota rými í eigu Ace Fbo. Fyrirtækið er líka með þjónustu á Keflavíkurflugvelli og í fljótu bragði tekur Claudia ekki eftir mikilli fjölgun á alþjóðlegum viðskiptavinum sem fljúgi til dæmis á einkaþotum.

Telur hún það skýrast af þeirri staðreynd að nú þegar sé háannatími í ferðamennskunni og því hafi gosið ekki strax áhrif.

Eins og staðan er núna er það þyrluferðamennskan á Reykjavíkurflugvelli sem heldur þeim uppteknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert