Hraunfossar myndast við útflæðið

Hraunfossar mynduðust við útflæðið úr hraunpollinum.
Hraunfossar mynduðust við útflæðið úr hraunpollinum. mbl.is/Árni Sæberg

Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir litla sem enga breytingu vera á virkninni í gosgígnum eða í stöðu hraunpollsins vestan við gíginn.

Í nýrri færslu á Facebook er sagt að greina megi athyglisverða þróun í flæði hraunárinnar rétt við gíginn.

Yfirborð hraunárinnar lækki verulega og fallegir hraunfossar myndist rétt við útflæðið úr hraunpollinum. Greint er að yfirborð skorpunnar sé að dökkna á rennandi hrauninu. Bendi það til þess að dregið hafi úr hraða flæðisins í hraunánni.

Talið er að hraunkvika, sem safnast hafi fyrir neðan í hrauntaumnum, hafi brostið og þess vegna hafi útflæðið úr hraunpollinum ekki við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert