Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki

Gossvæðinu var lokað kl. 23.30 í gærkvöldi þar sem hópur …
Gossvæðinu var lokað kl. 23.30 í gærkvöldi þar sem hópur fólks fór ekki að fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita og fór inn fyrir merkt hættusvæði. mbl.is/Kristinn

Gönguleiðum að gosinu verður lokað kl. 18 í kvöld. Opið verður fram eftir degi. Erfiðlega gekk að hafa stjórn á fólki í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Þá var gossvæðinu lokað kl. 23.30 í gærkvöldi þar sem hópur fólks fór ekki að fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita og fór inn fyrir merkt hættusvæði. Gönguleiðum var lokað niður við Suðurstrandarveg.

Þegar mest var áætlar lögregla að um 600 manns hafi verið á svæðinu.

Eitthvað var um að aðstoða þyrfti einstaklinga sem höfðu örmagnast á göngu, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert