Ekki aukið álag vegna loftmengunar

Gosmóða hefur legið yfir höfuðborginni síðustu daga.
Gosmóða hefur legið yfir höfuðborginni síðustu daga. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki hefur borið á því að borgarbúar hafi leitað í auknum mæli til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna óþæginda af völdum loftmengunar frá eldgosinu við Litla-Hrút að sögn Jónasar Guðmundssonar, starfandi forstjóra Heilsugæslunnar.

Jónas var í sambandi við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar fyrr í dag og segir að ekki hefði borið mikið á því borgarbúar hefðu leitað til heilsugæslunnar vegna mengunarinnar. 

Gasmengunin getur valdið flensulíkum einkennum hjá fólki, höfuðverk og sleni. 

Jónas segir að almenningur hafi mest leitað til heilsugæslunnar síðustu daga vegna uppgangs- og niðurgangspesta og Covid-19. 

„Þessar pestir eru eitthvað langdregnari en venjan er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert