Ferðir ekki skipulagðar að Vigdísarvallavegi

Ríkislögreglustjóri veit ekki til þess að ferðaþjónustufyrirtæki séu tekin að …
Ríkislögreglustjóri veit ekki til þess að ferðaþjónustufyrirtæki séu tekin að skipuleggja ferðir að Vigdísarvallavegi. mbl.is/Hákon

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kannast ekki við að ferðaþjónustufyrirtæki skipuleggi rútuferðir að gosinu frá Vigdísarvallavegi.

Opnað var fyrir leiðina á fimmtudag, sem er talsvert styttri en hin svokallaða Merardalaleið. Þar er þó hætta á grjóthruni, ekkert viðbragð og gangan ekki fyrir óreynda göngumenn.

„Frá okkar hlið séð mælum við alls ekki með rútuferðum á þessum slóða,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Vegurinn var opnaður á dögunum en ekki er mælt með honum sem gönguleið að gosinu.

Hér má sjá merkt­ar göngu­leiðir að gosstöðvun­um á Reykja­nesskaga, þar …
Hér má sjá merkt­ar göngu­leiðir að gosstöðvun­um á Reykja­nesskaga, þar sem björg­un­araðilar eru með viðbragð. Ljósmynd/Lögreglan

Nefnir Hjördís að ekki sé aðstaða á svæðinu til þess að taka við göngufólki og ferðamönnum. Bílastæði séu ekki til staðar auk þess sem björgunar- og viðbragðsaðilar hafi ekki viðveru á svæðinu.

Bæjarstjóri tekur í sama streng

Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segist fylgja sömu línu og almannavarnir.

„Það eru reglulegir fundir haldnir um stöðuna, á hverjum degi, og rætt um aðgerðir. Lögreglustjórinn tekur síðan af skarið með það, hvort það er lokað, hversu lengi og hvaða leiðir eru vænlegastar til þess að komast á svæðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert