Meðalhraunrennsli svipað og í fyrri gosum

Hraunrennsli mælist 8.0 rúmmetrar á sekúndu.
Hraunrennsli mælist 8.0 rúmmetrar á sekúndu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Meðalhraunrennsli frá 18.-23. júlí var um 8,0 m3/s, sem er svipað og í gosunum árið 2021 og 2022.

Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu Veðurstofu. Veðurstofan hefur þá sett upp nýja vefmyndavél í samvinnu við almannavarnir til þess að vakta mögulegt yfirflæði hrauns út úr Meradölum og áfram í suðurátt.

Tvisvar hefur hraunið breytt um farveg frá gosopinu við Litla-Hrút, sem hefur hægt á framgangi hraunsins til suðurs. Á þessu stigi er sagt erfitt að meta hvort og þá hvenær hrauntungan nær út úr skarðinu í Meradölum.

Nú hefur gosið í um tvær vikur og er flatarmál nýja hraunsins orðið um 1,2 kmog rúmmál þess um 12,4 milljónir rúmmetra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert