Meradalaleið lokuð til klukkan eitt

Lokun gossvæðisins gekk vel í gær og voru engin óhöpp …
Lokun gossvæðisins gekk vel í gær og voru engin óhöpp skráð. mbl.is/Hákon

Meradalaleið að eldgosinu við Litla-Hrút verður lokuð fram til klukkan eitt í dag þar sem nota þarf gönguleiðina til að flytja tæki slökkviliðs sem berst nú við gróðurelda nærri gosstöðvunum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að opið sé inn á svæðið frá Suðurstrandarvegi en gönguleiðum verði lokað klukkan sex í kvöld, líkt og verið hefur undanfarna daga.

Lokun gossvæðisins gekk vel í gær og voru engin óhöpp skráð. Flestir sýni því skilning að aðgangur inn á svæðið sé háður takmörkunum.

Sem fyrr segir loga enn gróðureldar á svæðinu og verður slökkvistarfi fram haldið í dag, en slökkviliðið í Grindavík er búið að skipuleggja mestan viðbúnað vegna eldanna frá því að gosið hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert