Tankbílar slökkviliðsins fastir við gosstöðvarnar

mbl.is/Eyþór

Slökkvistarf við gosstöðvarnar við Litla-Hrút er nú í fullum gangi. Um tuttugu slökkviliðsmenn eru á svæðinu frá slökkviliðinu í Grindavík, Árnessýslu og Suðurnesjum.

Tveir tankbílar slökkviliðsins eru hins vegar fastir.

Guðni Már Þorsteinsson, varavarðstjóri hjá slökkviliðinu í Grindavík, tjáir blaðamanni mbl.is á svæðinu að unnið sé að því að losa bílana.

Þá eru tvær gröfur notaðar til að gera vegina betri fyrir tankbílana.

Um tuttugu slökkviliðsmenn eru á svæðinu frá slökkviliðinu í Grindavík, …
Um tuttugu slökkviliðsmenn eru á svæðinu frá slökkviliðinu í Grindavík, Árnessýslu og Suðurnesjum. mbl.is/Eyþór
Slökkviliðið berst við gróðurelda.
Slökkviliðið berst við gróðurelda. mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert