Háværir hvellir við gosstöðvarnar

Ástæðan fyrir hvellunum eru metansprengingar.
Ástæðan fyrir hvellunum eru metansprengingar. mbl.is/Eyþór

Háværir hvellir heyrast reglulega við gosstöðvarnar við Litla-Hrút. Ástæðan fyrir hvellunum eru metansprengingar.

Veðurstofa Íslands greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Þar kemur fram að þegar hraun rennur yfir gróið svæði geti myndast metangas þegar gróðurinn brennur ekki fullkomlega. Gasið safnast svo fyrir í glufum og holrýmum í hrauninu.

„Það blandast við súrefni og þegar hleypur í það glóð eða logi frá eldsumbrotunum verður sprenging.“

Veðurstofan segir ástæðu til að varast þessari hættu og fara ekki of nærri hraunjaðrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert