Ruslamál skemmi viðskipti við JL-húsið

Skúli Gunnar Sigfússon er ósáttur við staðsetningu grenndargáma fyrir framan …
Skúli Gunnar Sigfússon er ósáttur við staðsetningu grenndargáma fyrir framan JL-húsið. Samsett mynd

Skúli Gunnar Sigfússon, jafnan kenndur við Subway, segir aðkomu að bílaplaninu fyrir framan JL-húsið vera gjörsamlega óaðgengilega. Grenndargámar á planinu þrengi að akstursleiðinni og mikill sóðaskapur myndist í kringum þá.

„Það sem er alvarlegt þarna er að þetta er eini inngangurinn á planið. Það er fullt af fyrirtækjum þarna sem reiða sig á það að fólk geti komist þarna. Ég er búinn að biðja þá um að færa gámana og þeir neita því. Þetta er að skemma viðskipti fyrir fólki þarna,“ segi Skúli í samtal við mbl.is.

Á myndum sem Skúli tók í morgun má sjá að …
Á myndum sem Skúli tók í morgun má sjá að þegar bílum er lagt í bílastæðin á móti gámunum og rusl er fyrir framan gámanna, að þá er ekki hægt að keyra inn á planið öðru vísi en að keyra yfir ruslið. Það sé hreinlega ekki alltaf fært yfir ruslið fyrir venjulega fólksbíla. Ljósmynd/Aðsend

Þrengja að innkeyrslunni

Skúli segir að gámarnir þrengi mjög að innkeyrslunni, þannig að meira að segja á góðum degi þegar rusl er ekki í kringum gámanna sé aðkoman slæm.

„Ég er margoft búinn að hafa samband við Reykjavíkurborg og þeir hafa ekki sinnt þessu. Þetta er að hafa virkilega slæm áhrif á viðskipti fyrirtækja í JL-húsinu, sem eru fjölmörg. Aðkoman að planinu er gjörsamlega óaðgengileg,“ segir Skúli. 

„Þeir segjast ætla að gera þetta einhvern tíman. Ég er búinn að vera að kvarta í þeim síðan í vetur. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Þetta er svo ofboðslegur sóðaskapur.“

Oft er sóðalegt í kringum gámanna en þessi mynd var …
Oft er sóðalegt í kringum gámanna en þessi mynd var tekin í gær. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert