Myndskeið: Missti flugið og brotlenti á gígbarminum

Dróni varð fyrir glóandi hrauni við gosopið, missti flugið og …
Dróni varð fyrir glóandi hrauni við gosopið, missti flugið og brotlenti á gígbarminum. Skjáskot/Instagram @untitledshot

Franski ævintýraljósmyndarinn og hugbúnaðarverkfræðingurinn Josselin Cornou, sem starfar einnig hjá Meta, náði mögnuðu myndskeiði er hann var að mynda rauðglóandi kvikuna slettast upp úr gosopi eldgossins við Litla-Hrút.

„Ég var að komast nær en þá sá ég dróna drífa að. Ég færði mig sviplega frá og sá hvernig bráðið hraunið hafði hitt drónann.“

Þannig lýsir Cornou atburðarásinni á samfélagsmiðlum. Hann auglýsir eftir eiganda drónans sem missti flugið og brotlenti á gígbarminum.

„Ef þetta var þinn dróni hefði ég áhuga á að sjá þitt sjónarhorn,“ segir hann í facebookhópnum: Iceland Geology | Seismic & Volcanic Activity in Iceland.

Cornou lokar færslunni með þeim orðum að um mjög óheppilegt atvik hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert