Virknin gæti teygst víðar

Nýjasta eldgosinu, sem kom upp við Litla-Hrút á Reykjanesskaga mánudaginn …
Nýjasta eldgosinu, sem kom upp við Litla-Hrút á Reykjanesskaga mánudaginn 10. júlí, lauk á laugardag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýtt tímabil aukinnar eldvirkni á Íslandi þarf ekki að takmarkast við Reykjanesskaga, þrátt fyrir að eldgos þriggja síðustu ára hafi öll komið upp þar. „Ég er á því að við séum komin á tímabil sem verður ekkert bundið við Reykjanesskaga,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur.

Orðið hefur vart við talsverða skjálftahrinu skammt suðaustur af fjallinu Skjaldbreið að undanförnu, norðaustur af Þingvallavatni. Fjöldi skjálfta á Vesturgosbeltinu það sem af er ári er raunar fordæmalaus þegar litið er til síðustu ára.

„Það hafa verið sett spurningamerki við skilgreiningarnar á gosbeltunum,“ segir hann. „Það getur alveg verið að lifna við þarna í Vesturgosbeltinu. Hvort það tengist Reykjanesskaganum er aftur á móti óljósara,“ segir Þorvaldur. Hann segir sumt benda til þess að möttulstrókurinn undir Íslandi sé að eflast.

Gaus í tæpar fjórar vikur

Nýjasta eldgosinu, sem kom upp við Litla-Hrút á Reykjanesskaga mánudaginn 10. júlí, lauk á laugardag. Þetta sýna óróamælingar. Taki virknin sig upp að nýju eftir þennan tímapunkt væri um að ræða nýtt eldgos. Því er ljóst að eldgosið varði í tæpar fjórar vikur en á þeim tíma kom upp litlu meiri kvika en í síðasta gosi, sem upp kom í Meradölum í ágúst í fyrra.

Hvorugt þessara gosa hefur náð því fyrsta að stærð, sem braust út í Geldingadölum í mars árið 2021.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert