Sækja aftur í störf á Landspítalanum

Nú virðast aðrir vindar blása um héruð og samkvæmt upplýsingum …
Nú virðast aðrir vindar blása um héruð og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa 95 nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ráðið sig til starfa á spítalanum það sem af er ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum lagt mikla vinnu í að gera Landspítalann að spennandi vinnustað fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn. Þetta er uppskera þess og við erum mjög ánægð með þessa þróun,“ segir Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.

Fyrir nokkrum árum bárust reglulega fréttir af því að hjúkrunarfræðingar fengjust ekki til starfa á spítalanum. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar og fleiri í stéttinni sættu sig ekki við starfsumhverfið og launakjör og sóttu frekar í önnur störf.

Nú virðast aðrir vindar blása um héruð og samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum hafa 95 nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ráðið sig til starfa á spítalanum það sem af er ári. Það eru um 58% þeirra sem hafa útskrifast í ár.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert