Sprengjuvélarnar farnar úr landi

Sprengjuflugvél af gerðinni B-2.
Sprengjuflugvél af gerðinni B-2. Ljósmynd/Bandaríski flugherinn

Bandarísku B-2-sprengjuvélarnar sem stundað hafa æfingar frá öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli undanfarinn mánuð fóru af landi brott í fyrradag, þriðjudag. Þetta staðfestir utanríkisráðuneytið við Morgunblaðið.

Sprengjuvélar af gerðinni Northrop Grumman B-2 eru torséðar á ratsjám og hitamyndum og sérstaklega hannaðar til að bera kjarnavopn. Var þetta í þriðja skipti sem B-2-vélar sækja Ísland heim, það gerðist fyrst árið 2019. Var þá um að ræða eina vél og stoppaði hún þá einungis til eldsneytistöku. Í hin skiptin komu þrjár vélar saman til æfinga út á Atlantshaf.

Frá Íslandi var tveimur B-2 flogið í fyrsta skipti til Noregs og var þá lent á Ørland-herflugvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert