Sæluhúsið á Mosfellsheiðinni endurreist

Sökkull að sæluhúsinu, sem er austarlega á Mosfellsheiði, er tilbúinn …
Sökkull að sæluhúsinu, sem er austarlega á Mosfellsheiði, er tilbúinn og nú verið að hlaða upp veggi þess. Því verki á að ljúka í haust. Þak verður svo sett á bygginguna á næsta ári. Myndin var tekin nú fyrr í vikunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Að frumkvæði Ferðafélags Íslands stendur yfir endurbygging á gömlu sæluhúsi austarlega á Mosfellsheiði.

Bygging þessi var upphaflega reist um 1890 við nýjan veg til Þingvalla sem gengur núna undir nafninu Gamli Þingvallavegurinn. Húsið var byggt úr tilhöggnu grágrýti, var 7x4 m að flatarmáli og veggir 1,80 m á hæð. Á því var risþak, sennilega klætt með bárujárni, og útidyr voru á langvegg. Áformað er að endurreist bygging verði tilbúin á næsta ári.

Svona leit skálinn á heiðinni út.
Svona leit skálinn á heiðinni út. lJósmynd úr Árbók FÍ 2019

Árbók Ferðafélags Íslands árið 2019 er um Mosfellsheiði. Í bókinni segja höfundarnir þrír, þau Bjarki Bjarnason, Jón Svanþórsson og Margrét Sveinbjörnsdóttir, frá sæluhúsinu á heiðinni. Þar var einnig greint frá því að uppi væru hugmyndir um endurbyggingu þess í upprunalegri mynd, eins og nú hefur raungerst.

Rætt er við Bjarka Bjarnason, umsjónarmann verkefnisins, og Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í Morg­un­blaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert