Áforma stærsta hótel landsins

Listaverkið Þotuhreiðrið mun víkja fyrir nýrri norðurbyggingu og Regnboginn mun …
Listaverkið Þotuhreiðrið mun víkja fyrir nýrri norðurbyggingu og Regnboginn mun víkja fyrir hóteli. Verkin fara á nýja staði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórunn Marinósdóttir, forstöðumaður viðskiptatekna og sölu hjá Isavia, segir gert ráð fyrir 200 herbergjum í 1. áfanga áformaðs hótels við Keflavíkurflugvöll. Í 2. áfanga verði hægt að tvöfalda fjölda herbergja á hótelinu. Með því yrðu 400 herbergi á flugvallarhótelinu fullbyggðu sem yrði þá stærsta hótel landsins í herbergjum talið.

Þórunn segir að innan fárra daga verði opnað fyrir markaðskönnun á útboðsvef Isavia um byggingu hótelsins. Markmiðið sé að kanna áhuga aðila á markaði fyrir því að hanna, byggja og síðan reka slíkt hótel.

Miðað við að hvert herbergi kosti 25 milljónir í byggingu mun fyrsti áfanginn kosta minnst fimm milljarða. Sú upphæð verður líklega töluvert hærri enda er gert ráð fyrir margvíslegri þjónustu. Þá til dæmis veitingastöðum og líkamsrækt.

Skammt frá hyggjast eigendur World Class verja 12 milljörðum í byggingu nýs hótels og baðlóns á Fitjum í Njarðvík.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert