Langvarandi einkenni hjá þeim sem urðu veikastir

Þeir sem þjást af langvarandi einkennum eftir covid-sýkingu eru yfirleitt …
Þeir sem þjást af langvarandi einkennum eftir covid-sýkingu eru yfirleitt þeir sem voru rúmliggjandi í viku eða meira. Ljósmynd/Landspítalinn

Meiri hætta er á langvarandi líkamlegum einkennum hjá þeim sem urðu alvarlega veikir af Covid-19-sjúkdómnum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem náði til tæplega 65 þúsund fullorðinna einstaklinga á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.

Í rannsókninni var algengi líkamlegra einkenna hjá einstaklingum sem veiktust af Covid-19 skoðað og borið saman við þá sem ekki höfðu fengið staðfesta greiningu.

Tíðni langvinnra líkamlegra einkenna, s.s. mæði, brjóstverks, svima, höfuðverks og orkuleysis, var 37% hærri hjá þeim sem höfðu greinst með Covid-19 en þeim sem ekki greindust.

Þeir einstaklingar sem greindust með Covid-19 og voru rúmfastir í viku eða lengur voru tvöfalt líklegri til að finna fyrir langvarandi líkamlegum einkennum en einstaklingar án greiningar. Þessi hópur var enn fremur með þrálátustu einkennin allt að tveimur árum eftir greiningu.

Tíðni langvarandi einkenna hjá þeim sem aldrei voru rúmliggjandi meðan á sýkingu stóð reyndist svipuð og hjá þeim sem ekki greindust með sjúkdóminn.

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Unni Önnu Valdimarsdóttur, prófessor í faraldsfræðum við Háskóla Íslands, sem leiðir verkefnið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert