Isaac Kwateng snýr aftur til Íslands

Isaac var vísað úr landi um miðan október eftir sex …
Isaac var vísað úr landi um miðan október eftir sex ára bið og óvissu hér á landi. mbl.is/Óttar

Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, fékk samþykkt atvinnu- og dvalarleyfi í gær og heldur því aftur til Íslands frá Gana á allra næstu dögum. 

Isaac kom hingað til lands árið 2017 og sótti þá um alþjóðlega vernd. Um miðjan október var honum síðan vísað úr landi eftir sex ára bið og óvissu hér á landi. 

Bíður staðfestingar á vegabréfsáritun

María Edwardsdóttir, fram­kvæmda­stjóri Þrótt­ar, er að vonum ánægð með að búið sé að samþykkja atvinnu- og dvalarleyfið og bíður spennt eftir því að Isaac fljúgi aftur hingað til lands. 

Það er þó ekki búið að bóka flug fyrir Isaac. Ástæðan fyrir því, að sögn Maríu, er að hann bíður eftir staðfestingu á vegabréfsáritun. 

„Hann flýgur heim þegar hún er komin,“ segir María og bætir við að með þessu sé verið að tryggja að hann lendi ekki í vandræðum á ferðalagi sínu hingað til lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert