„Þarf ég að rjúka af stað?“ (myndskeið)

Erlendir ferðamenn á leið í Bláa lónið í gær voru misvel upplýstir um jarðskjálftavirkni síðustu daga á Reykjanesskaga. Fæstir virtust þó hafa miklar áhyggjur af því að til eldgoss kæmi, en nokkrir spurðu blaðamann hvort tilefni væri til þess að rjúka í burtu af staðnum. 

Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst á Reykjanesskaga undanfarna daga og margir þeirra stærstu hafa átt upptök sín á svæðinu í kringum Bláa lónið.

Ekki er útilokað að kvika eigi eftir að brjótast upp á yfirborðið og að fjórða eldgosið á þremur árum verði að veruleika skammt frá Bláa lóninu.

Blaðamaður og tökumaður mbl.is fór að Bláa lóninu til að kanna hvort að ferðamenn hefðu heyrt af jarðhræringunum og mögulegu eldgosi í grennd við lónið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert