Hvetur fólk til að gera ráðstafanir

Eldgos í grennd við virkjunina í Svartsengi gæti stefnt hitaveitu …
Eldgos í grennd við virkjunina í Svartsengi gæti stefnt hitaveitu Suðurnesja í hættu. mbl.is/Hákon

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hvetur bæjarbúa til að gera ráðstafanir vegna þess eldgoss sem vofa þykir yfir í grennd við virkjunina í Svartsengi og stefnt gæti hitaveitu í hættu.

„Fólki er ráðlagt að undirbúa sig sjálft með því að komast yfir rafmagnsofna eða gashitara og slíkt,“ segir Kjartan í samtali við Morgunblaðið. Bætir hann því við að hitarar sem þessir geti hjálpað til ef hitaveitan dettur út.

Ættu að geta fengið kalt vatn og rafmagn

„Hvað get ég gert til að tryggja mig?“ segir Kjartan að fólk þurfi að hugsa.

„Það sem er alveg ljóst er að við ættum að geta fengið kalt vatn og rafmagn en okkur mun skorta heitt vatn, sem er stóra málið þegar það er að koma vetur.“

Ítarlegar er fjallað um jarðhræringar á Reykjanesskaga í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert