Boða til íbúafundar vegna mögulegs goss

Almannavarnanefnd Suðurnesja, utan Grindavíkur, hefur ákveðið að efna til íbúafundar.
Almannavarnanefnd Suðurnesja, utan Grindavíkur, hefur ákveðið að efna til íbúafundar. mbl.is

Almannavarnanefnd Suðurnesja, utan Grindavíkur, hefur ákveðið að efna til íbúafundar í Hljómahöll á miðvikudag klukkan 20.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir tilefnið vera jarðhræringar á Reykjanesi. Tilgangur fundarins er að miðla áfram upplýsingum og gefa íbúum og atvinnurekendum tækifæri til að spyrja spurninga.

Eins og mbl.is hefur greint frá þá eru miklar áhyggjur uppi um að allt verði heitavatnslaust á Suðurnesjum ef til eldgoss kæmi í grennd við Svartsengi sem gæti haft þær afleiðingar að virkjunin í Svartsengi félli út. 

Kjartan Már Kjartansson er bæjarstjóri Reykjanesbæjar.
Kjartan Már Kjartansson er bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Aðsend

Helstu upplýsingar þýddar yfir á pólsku

Í tilkynningu frá Kjartani kemur fram að enn sé verið að vinna að dagskrá fundarins en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Veðurstofan, HS Orka og HS Veitur hafi staðfest komu sína sem frummælendur. Að framsögum loknum verði allar helstu upplýsingar þýddar yfir á pólsku. 

„Að því loknu gefst fundarmönnum tækifæri á að bera fram spurningar og þá munu lögreglan og mögulega fleiri aðilar bætast í hópinn. Allar ábendingar frá hagaðilum eru vel þegnar,“ segir í tilkynningunni frá Kjartani.

Kjartan verður fundarstjóri og er stefnt á að streyma fundinum á netinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert