Erfitt að hundsa Liverpool

Arne Slot er nýr knattspyrnustjóri Liverpool.
Arne Slot er nýr knattspyrnustjóri Liverpool. AFP/Bart Stoutjesdijk

Hollendingurinn Arne Slot er nýr knattspyrnuþjálfari karlaliðs Liverpool en hann tekur við af Jürgen Klopp 1. júní næstkomandi. 

Slot kemur til Liverpool frá Feyenoord í heimalandinu. 

Í viðtali á heimasíðu Feyenoord sagði Slot:

„Ákvörðunin var klárlega ekki auðveld. Að kveðja félag þar sem þú hefur átt svo mörg góð augnablik. 

En sem þjálfari er erfitt að hundsa tækifærið til að taka við Liverpool, einu stærsta félagi heims.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert