Varaaflsstöðvarnar komnar á sinn stað

HS Veitur taka við varaaflsstöðvum í Grindavík.
HS Veitur taka við varaaflsstöðvum í Grindavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tvær varaaflsstöðvar eru komnar upp í Grindavík. Þær eru í eigu Landsnets en HS Veitur tók á móti þeim. 

Varaaflstöðvar sem komnar eru til Grindavíkur eru kallaðar Hrísey og Grímsey og vel gekk að flytja þær á staðinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. 

HS Veitur hefur undirbúið undirstöður fyrir fleiri varaaflsstöðvar ef til eldgoss kæmi en mun það taka stuttan tíma fyrir Landsnet að flytja þær á staðinn, minna en einn dag. 

Varaaflstöðvarnar eru kallaðar Grímsey og Hrísey.
Varaaflstöðvarnar eru kallaðar Grímsey og Hrísey. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert