Búið að byggja upp rafmagnskerfið að mestu

Búið er að byggja upp rafmagnskerfi á Austurlandi að mestu leyti en rafmagnslaust varð á stórum hluta Austurlands í nótt, frá Höfn norður á Egilsstaði. Samkvæmt tilkynningu á vef Rarik varð rafmagnsbilun út frá aðveitustöðinni á Evindará og Grímsá.

Í gærkvöld fór rafmagn af Egilsstöðum í um hálfa klukkustund en rafmagnsleysið var víðtækara í nótt.

Eftir að koma tengingu til Vopnafjarðar

Samkvæmt tilkynningu á vef Landsnets síðan laust fyrir klukkan hálffimm í morgun er Teigarhornslína 1 milli Teigarhorns og Hryggstekks enn biluð og einnig á eftir að koma tengingu að Lagarfossi og þaðan til Vopnafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert