Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys á Stekkjarbakka

Einn var sendur upp á sjúkrahús fyrr í dag með …
Einn var sendur upp á sjúkrahús fyrr í dag með minniháttar áverka eftir bílslys. mbl.is/Golli

Tveggja bíla árekstur varð á Stekkjarbakka í Reykjavík upp úr klukkan hálfþrjú í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka.

Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir í samtali við mbl.is að útkall hafi borist klukkan 14:40 og að skömmu síðar hafi viðbragðsaðilar mætt á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert