Íslendingar óánægðir með hjásetu Íslands

Meirihluti Íslendinga er óánægður með ráðstöfun atkvæðisins.
Meirihluti Íslendinga er óánægður með ráðstöfun atkvæðisins. mbl.is/Óttar

71% Íslendinga eru óánægðir um hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa. 

Þetta kemur fram í niðurstöðum Maskínukönnunar sem lögð var fyrir dagana 3. til 7. nóvember og voru svarendur 1.259 talsins. 

Í samantekt könnunarinnar má sjá að óánægjan eykst eftir því sem svarendur eru yngri en 77% svarenda á aldrinum 18-29 ára voru óánægðir með því hvernig Ísland ráðstafaði atkvæði sínu. Þá voru 64% svarenda 60 ára og eldri óánægðir með ráðstöfun atkvæðisins. 

Meirihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins ánægðir

Þá voru svarendur jafnframt spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Niðurstaða könnunarinnar sýndi að 38,1% þeirra sem myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru ánægðir með niðurstöðuna, 29,7% í meðallagi ánægðir og 32,2% óánægðir. 

Af þeim sem myndu kjósa Vinstri hreyfinguna - grænt framboð voru 6,9% svarenda ánægðir með ráðstöfun atkvæðisins, 16% í meðallagi en 77,1% óánægðir. 

Þeir sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn voru 26,1% ánægðir með ráðstöfun atkvæðisins, 22,8% í meðallagi og 51,2% óánægðir. 

Tafla/Maskína
Tafla/Maskína
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert