„Það eru allir vopnum búnir þar“

„Við lítum allt of lítið til Færeyja,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, þegar talið berst að vopnaburði íslensku lögreglunnar og umræðunni um rafvarnarvopn, í Dagmálum.

Helgi vekur athygli á að þrátt fyrir að samfélagið í Færeyjum þyki afar friðsælt, líkt og það íslenska, séu lögregluþjónar vopnaðir skammbyssum.

„Það eru allir vopnum búnir þar, þeir eru með skammbyssur – hver einasti lögreglumaður þar. Þeir beita henni aldrei en þeir hafa aðgengi að því. Þeir eru bara vel menntaðar lögreglur.“

Hann segir aðalatriðið í þessu samhengi að lögregluþjónar séu vel þjálfaðir.

Viðtalið er aðgengilegt áskrifendum Morgunblaðsins í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert