Óttaslegnir gestir sagðir flýja Bláa lónið

Horft yfir Bláa lónið og í átt að Þorbirni. Hægra …
Horft yfir Bláa lónið og í átt að Þorbirni. Hægra megin á myndinni, fjær undir skugga skýja, hefur landrissins mest gætt. mbl.is/Hákon Pálsson

Tugir óttasleginna gesta hafa sóst eftir þvi að komast í burtu frá Bláa lóninu í kjölfar þeirrar kröftugu jarðskjálftahrinu sem hófst upp úr miðnætti.

Hafa leigubílstjórar verið sendir út til að ferja þaðan að minnsta kosti um 40 gesti.

Þetta hefur vefmiðillinn Víkurfréttir eftir leigubílstjóra. Segir viðkomandi að farþegar sem hann sótti hafi verið í mikilli geðshræringu og komið hlaupandi út að leigubifreiðinni.

Grjót hrunið á veginn

Tvö hótel eru rekin við bakka lónsins.

Tekið er fram að grjót hafi hrunið á veginn upp að anddyri hótels. Þar séu háir hraunveggir.

Farþegarnir eru fluttir á hótel á Suðurnesjum og í Reykjavík, segir í umfjöllun Víkurfrétta.

Tveir stærstu skjálftar hrinunnar til þessa hafa átt upptök sín rúmlega kílómetra suður af lóninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert