„Fólk vill komast út úr þessu skjálftaumhverfi“

mbl.is/Eyþór

„Fólk er farið að tínast sumt úr bænum,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, um ástandið þar. Hann bendir á að fólk hafi einnig yfirgefið bæinn síðustu helgi.

„Fólk vill komast út úr þessu skjálftaumhverfi, en sérstaklega núna þegar það er meiri kraftur í þeim.“

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hugað að rýmingu

Fannar var á leið til Grindavíkur eftir erindagjörðir utanbæjar þegar mbl.is náði tali af honum nú í kvöld.

Hann sagðist þó vera í sambandi við vettvangsstjórn og aðgerðastjórn í Reykjanesbæ. 

„Við erum ekki að huga að rýmingu,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert