Hótel Keflavík setur upp varaaflstöð

Hótel Keflavík hefur fjárfest í varaaflstöð.
Hótel Keflavík hefur fjárfest í varaaflstöð. mbl.is/Sigurður Bogi

Hótel Keflavík hefur fjárfest í varaaflstöð fyrir hótelið og KEF Restaurant, sem mun geta þjónað öllu hótelinu ef til rafmagnsleysis kemur. 

Steinþór Jónsson, eigandi Hótels Keflavíkur, greindi frá þessu í færslu á Facebook nú fyrr í kvöld. Þar segir hann að með fyrirbyggjandi aðgerðum, sem kosti tug milljón króna, sé verið að tryggja þjónustu fyrir bæði gesti hótelsins og veitingastaðarins og að þau stefni stolt að sjálfbærni hótelsins sem allra fyrst. 

„Þannig getur Hótel Keflavík orðið öruggur staður fyrir bæjarbúa og gesti ef þörf væri á,“ segir Steinþór í færslu sinni.

„Þetta gerum við þó að frekari trygging á orku til íbúa hér fyrir sunnan hlýtur að vera orðin forgangsmál hjá ríki og veitufyrirtækjum á næstu vikum og mánuðum. Sú vinna þeirra hefði að sjálfsögðu átt að vera hafin fyrr en vonandi sleppum við fyrir horn í þetta sinn. En við getum ekki stólað á þannig heppni endalaust,“ segir Steinþór að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert