Ingó vann meiðyrðamál gegn Sindra

Ingólfur Þórarinsson (t.v.) og Sindri Þór Sigríðarson (t.h.).
Ingólfur Þórarinsson (t.v.) og Sindri Þór Sigríðarson (t.h.).

Ummæli Sindra Þórs Sigríðarsonar gagnvart Ingólfi Þórarinssyni, eða Ingó veðurguð, hafa verið dæmd dauð og ómerk. Er þetta niðurstaða Landsréttar sem snéri við dómi héraðsdóms í málinu. 

Ingó fór í mál við Sindra eftir að hann lét ummæli falla í aðsendri grein á vefmiðlinum Vísi, frétt á Facebook-síðu Stundarinnar, auk ummæla sem Sindri birti á Twitter-svæði sínu.

Ummælin vísa í öllum tilfellum að því að Ingólfur hafi haft samræði við börn. Þau hafi verið sett fram sem staðreyndir á fyrrgreindum vettvangi segir í dómnum.

Í málsvörn sinni vísaði Sindri til ummæla sem höfð voru uppi í tengslum við meint hátterni Ingólfs þegar umræða skapaðist um tónlistarmanninn í samfélaginu. Þá hafi hann ekki verið að saka Ingólf um refsiverða háttsemi heldur væri um að ræða ádeilu á að á Íslandi sé samræðisaldur ekki miðaður við 18 ára lögaldur. 

Ítrekaðar ásakanir 

Fimm ummæli sem Sindri hafði uppi voru dæmd dauð og ómerk.

1.„Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum [...]“.

2.„Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum [...]“

.3.„Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum [...]“.Ummæli í athugasemdum við hlekk á frétt á Facebook-síðu Stundarinnar 5. júlí 2021 sem stefndi endurbirti á Twitter-svæði sínu:

4.„[...] trallað í skítbeisikk kassagítarúgáfu af manni sem ríður börnum [...]“

Ummæli um áfrýjanda í færslu sem stefndi birti á Twitter 22. ágúst 2021 ásamt myndbandi af áfrýjanda að skemmta á veitingastaðnum Kaffi Krús:

5.„Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.

900 þúsund krónur í miskabætur 

Í dómnum segir að þrátt fyrir að Ingólfur væri þjóðþekktur einstaklingur þyrfti hann ekki að þola að vera sakaður opinberlega um alvarlegt refsivert brot án þess að réttmætt tilefni væri til að setja framslíkar staðhæfingar.

Breytti engu þar um þótt ummælin hefðu fallið í umræðu um mikilvægt þjóðfélagsmálefni en Sindra hefði verið í lófa lagið að tjá sig með öðrum og hófstilltari hætti. Með hliðsjón af framangreindu taldi dómurinn að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir í skilningi 235. gr. almennra hegningarlaga

Var Sindri dæmdur til að greiða Ingólfi 900 þúsund krónur í miskabætur auk þess að greiða 2 milljónir króna í málskostnað og renna þær í ríkissjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert