Losuðu fingur 18 mánaða stúlku úr lukt með kúbeini

Slökkviliðsmenn notuðu kúbein á luktina sem skilaði barninu heilu á …
Slökkviliðsmenn notuðu kúbein á luktina sem skilaði barninu heilu á húfi. Segir slökkvilið að enginn skaði hafi hlotist af, nema fyrir luktina. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur haft í nógu að snúast undanfarin sólarhring.

Dælubílar voru kallaðir út í sjö skipti, meðal annars vegna tveggja vatnstjóna, umferðarslyss og minniháttar elds í þaki.

Á dögunum var slökkvilið kallað út á heimili 18 mánaða gamallar stúlku sem hafði fest fingurna á sér inni í lukt.

Samkvæmt tilkynningu slökkviliðs hafði móðirin reynt allt til að losa fingur barnsins úr luktinni og því endaði það þannig að slökkviliðsmenn notuðu kúbein á luktina sem skilaði barninu heilu á húfi. Segir slökkvilið að enginn skaði hafi hlotist af, nema fyrir luktina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert