Nýtt hraunflæðilíkan: Ólíklega í átt að Grindavík

Grindavíkurvegi var lokað eftir að hann fór í sundur vegna …
Grindavíkurvegi var lokað eftir að hann fór í sundur vegna jarðskjálfta. mbl.is/Eyþór Árnason

Hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrir almannavarnir í kvöld, þar sem miðað var við þann stað sem líklegastur þykir fyrir eldgos, bendir ekki til þess að hraun muni renna í átt að Grindavík.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

„Ef sú at­b­urðarás er skoðuð sem endaði í eld­gos­inu sem hófst 19. mars og á meðan skjálfta­virkn­in grynnk­ar ekki veru­lega úr því sem komið er, þá er lík­leg­asta sviðsmynd­in sú að nokkr­ir dag­ar líði frek­ar en klukku­stund­ir áður en kvika nær til yf­ir­borðs,“ sagði í tilkynningu Veður­stof­unn­ar á áttunda tímanum.

„Ef sprunga kæmi upp þar sem skjálfta­virkn­in er hvað mest núna, myndi hraun renna til suðaust­urs og til vest­urs en ekki í átt til Grinda­vík­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert