Tilkynnt um hníf og sérsveitin kölluð út

Tilkynnt var um hóp manna veitast að einum manni, þar sem einn af árásarmönnum átti að hafa haldið hníf upp að öðrum manni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lögregla ásamt sérsveit fóru þegar á vettvang en málið reyndist sem betur fer minniháttar rifrildi. Nokkrir úr hópi árásarmanna voru farnir ásamt þeim sem átti að hafa verið með hnífinn. Lögreglu tókst ekki að hafa uppi á mönnunum.

Þá var lögreglu tilkynnt um ógnandi konu við Konukot ráðist hafði á og hrækt á starfsmenn.

Starfsfólk óskaði eftir því að lögregla fjarlægði konuna, sem virtist undir áhrifum fíkniefna. Hún var óskýr og samhengislaus í tali og völt á fæti. Hún neitaði að fara og fylgdi ekki fyrirmælum lögreglu en var að lokum handtekinn og flutt á lögreglustöð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert