140 gista í fjöldahjálparstöðvum í nótt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins að störfum í Kórnum.
Sjálfboðaliðar Rauða krossins að störfum í Kórnum. mbl.is/Eyþór Árnason

Alls munu 140 manns eyða nóttinni í fjöldahjálparstöðvum í Kópavogi, Keflavík og á Selfossi. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að um 1.700 manns hafi skráð sig hjá Rauða krossinum eftir að ákveðið var að rýma Grindavík. 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir neyðarstigi vegna jarðskjálfta á Reykjanesskaga í nótt.

mbl.is/Eyþór

Flestir í Kórnum

Oddur Freyr Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir ljóst að margir Grindvíkingar hafi getað gist annars staðar en í þeim fjöldahjálparstöðvum sem opnaðar voru. 66 manns gista í Kórnum í Kópavogi, 46 í Keflavík og á Selfossi eru 28.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd í Reykjanesbæ fóru snemma í kvöld í fjöldahjálparstöð í Borgartúni að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum.

Búið var að rýma Grindavík rétt eftir klukkan eitt í nótt en almannavarnir gerðu ráð fyrir að bærinn yrði tómur klukkan þrjú. Vel gekk að rýma bæinn að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is/Eyþór
Síðasta fólkið á leið upp í rútur í Grindavík rétt …
Síðasta fólkið á leið upp í rútur í Grindavík rétt fyrir klukkan hálf tvö. mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert