Bjarga dýrum ef tækifæri gefst

Björgunaraðgerð vegna búfénaðar og húsdýra í Grindavík í viðbragðsstöðu.
Björgunaraðgerð vegna búfénaðar og húsdýra í Grindavík í viðbragðsstöðu. mbl.is/Eyþór Árnason

Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu og reiðubúnir að bjarga bæði búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði við Grindavík um leið og aðstæður breytast og tækifæri gefst. Þetta kemur fram í tilkynningu almannavarna.

Vegna jarðhræringanna hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að ekki sé unnt að gera það að svo stöddu.

Svæðið er sem stendur lokað öllum mannaferðum, þar til annað verður ákveðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert