Bjóða heimilisfólki Víðihlíðar samastað

Stór sprunga á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð myndaðist í jarðskjálftunum í gær.
Stór sprunga á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð myndaðist í jarðskjálftunum í gær. mbl.is/Eyþór

Hjúkrunarheimilið Grund í Vesturbæ Reykjavíkur hefur boðið heimilisfólki í Víðihlíð í Grindavík að koma á heimilið. Sjö hafa þegar þegið boðið.

Miklar skemmdir urðu á Víðihlíð í sterkustu skjálftunum í gær og myndir sýna hvernig stór sprunga kom í húsið. Var hjúkrunarheimilið því rýmt. 

Frá rýmingu Víðihlíðar í Grindavík í gær.
Frá rýmingu Víðihlíðar í Grindavík í gær. mbl.is/Eyþór

Tekið vel á móti fólkinu

Grund greinir frá boðinu á Facebook-síðu sinni.  

„Búið er að koma upp rúmum og aðstöðu í vinnustofunni á fjórðu hæð í austurhúsi. Alls hafa um sjö manns þegið að koma á Grund, starfsfólk hefur boðið fram starfskrafta sína á vaktir og það verður svo sannarlega tekið vel á móti fólkinu nú um kvöldmatarleytið,“ segir í færslu hjúkrunarheimilisins.

Starfsfólk Grundar hefur verið að undirbúa komu fólksins í dag.
Starfsfólk Grundar hefur verið að undirbúa komu fólksins í dag. Ljósmynd/Grund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert