Domino’s sendir pizzur í fjöldahjálparstöðvar

Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's.
Magnús Hafliðason, forstjóri Domino's. Ljósmynd/Domino's

Domino’s mun færa þeim sem dvelja á fjöldahjálparstöðum pizzur.

Þetta segir Magnús Hafliðason, forstjóri Domino’s, í færslu á X (áður twitter).

„Domino’s mun sjá fjöldahjálparstöðum fyrir öllum þeim pizzum sem þörf er á hvenær sem er sólarhringsins,“ segir Magnús og bætir við; „Fullt af pizzum farnar strax. Það er hreinlega okkar skylda að hjálpa í svona aðstæðum.“

Enn liggur ekki fyrir hversu margir munu dvelja í fjöldahjálparmiðstöðvum Rauða krossins, en þær hafa verði settar upp í Kórnum í Kópavogi, í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Vallaskóla á Selfossi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert